Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur (Kristján Þorleifur) Thorlacius (Árnason)

(f. 3. febr. 1837–19. maí 1920)

Hreppstjóri o. fl.

Foreldrar: Árni kaupmaður Thorlacius í Stykkishólmi og kona hans Anna Magdalena Steenbach.

Tekinn í Reykjavíkurskóla 1852, en stundaði ekki nám þar. Nam verzlunarfræði í Kh. Vann þá að veræzlunarstörfum í Stykkishólmi um hríð. Bjó síðan að Sellóni og hafði lengi hreppstjórn. Gegndi veðurathugunum í 50 ár. Eftir hann eru leikrit (sjá Lbs.).

Kona: Anna Jónsdóttir borgara í Grundarfirði, Daníelsens; þau bl. (Óðinn XVII; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.