Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur (Jóhann) Proppé

(12. maí 1886– 19. dec. 1949)

. Kaupmaður, alþm. Foreldrar: Claus Eggert Diedrich Proppé bakari í Hafnarfirði og kona hans Helga Jónsdóttir á Grjóteyri í Kjós, Jónssonar. Lauk gagnfræðaprófi við Flensborgarskóla árið 1900. Stundaði verzlunarnám í Edinborg. Var svo verzIunarmaður í Rv. og Ólafsvík 1901–06. Verzlunarstjóri á Hellissandi 1906–14, á Þingeyri í Dýrafirði 1914–20. Fluttist til Rv. 1920 og stundaði verzlunarstörf þar um skeið, en gerðist síðar einn af framkv.stjórum Sambands ísl. fiskframleiðenda. Fór verzlunarferðir til Suðurlanda og Vesturheims. Þm. V.-Ísf. 1920 –23.

Kona (2. júní 1910): Áslaug (f. 19. maí 1887) Jónasdóttir Hall, verzlunarstjóra á Þingeyri.

Börn þeirra: Nanna átti J. Heldal útgerðarmann í Bergen, Claus Eggert í Rv., Óttar verzIunarm. í Rv., Styrmir verzIm. í Rv., Camilla Elín átti Edvin Lister verkfræðing í London, Kolbrún átti Stefán lækni Ólafsson (Br7.; Alþingism.tal o.fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.