Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur (Guðmundur) Eyjólfsson

(29. júní 1874–19. okt. 1938)

Skólastjóri í Rv.

Foreldrar: Eyjólfur kaupmaður Jóhannsson í Flatey og kona hans Sigurborg Ólafsdóttir í Bár og Flatey, Guðmundssonar.

Tekinn í Reykjavíkurskóla 1889, stúdent 1895, með 2. eink. (79 st.). Lauk prófi í verzlunarfræði í Kh. Var síðan verzIunarmaður nyrðra, skólastjóri í verzlunarskólanum í Rv. frá stofnun hans (1905) til 1915.

Gerðist þá stórkaupmaður í Rv. og umboðsmaður tryggingafélags eins. Var í landsbankarannsóknarnefnd 1909–10 og átti þátt í skýrslu hennar, er pr. var. Greinir eru eftir hann í Eimreið og í blöðum.

Kona (1902): Jónína Ragnheiður Magnúsdóttir kaupmanns að Grund í Eyjafirði, Sigurðssonar. Dóttir þeirra: Sigurborg átti enskan kaupsýslumann (Lindsay) í Rv. (Skýrslur; Sunnanfari XIll; Óðinn X;Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.