Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur (Friðrik) Davíðsson

(25. mars 1858–15. ág. 1932)

Verzlunarstjóri.

Foreldrar: Davíð verzlm. Sigurðsson á Akureyri og kona hans Guðríður Jónasdóttir á Rúgsstöðum, Jónssonar. Verzlunarmaður í Húsavík, Djúpavogi og Vopnafirði 1877–93, verzlunarstjóri í Vopnafirði 1893–1904, bókari í landsbankanum 1904–8, verzIUunarstjóri og veræzlunarfulltrúi á Ísafirði 1908–24. Dvaldist síðan í Vestmannaeyjum til æviloka. 1. þm. Norðmýl. 1902.

Kona (9. júlí 1893): Sigríður Þórunn Stefanía Þorvarðsdóttir á Fagurhólsmýri, Gíslasonar.

Börn þeirra: Friðrik stýriMannaskólastjóri, María átti Magnús skipstjóra Magnússon í Boston, Ólafur vélsmiður í Vestmannaeyjum, Ingibjörg átti Þórhall símstjóra Gunnlaugsson í Vestmannaeyjum (Óðinn KXXI; Alþingismannatal; Alþtíð. 1933).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.