Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur (Eggert) Briem (Gunnlaugsson)

(29. nóv. 1808–15. jan. 1859)

Trésmiður, skáld.

Foreldrar: Gunnlaugur Briem sýslumaður og kona hans Valgerður Árnadóttir prests í Holti undir Eyjafjöllum, Sigurðssonar. Lærði trésmíðar í 32 Kh. 1825–31. Bjó á Grund í Eyjafirði 1838–59. 2. þjóðfm. Eyf. 1851. Var skáldmæltur (sjá Lbs., einkum 543–S8, 8vo., m. a. rímur af Marteini og Sofíu, Kaupmannsríma, Jóhannsríma Sólskjaldar, Nirfilsríma, Biðilsríma).

Kona (14. júlí 1838): Dómhildur (d. 25. maí 1858) Þorsteinsdóttir á Stokkahlöðum, Gíslasonar.

Börn þeirra: Síra Eggert á Höskuldsstöðum, síra Valdimar skáld að Stóra Núpi, Haraldur í Búlandsnesi, Jóhann fór til Vesturheims, Sigríður átti síra Davíð Guðmundsson að Hofi, Rannveig átti Sigtrygg skipstjóra Jónasson í Nýja Íslandi, Ólafur trésmiður, Jakob (Alþingismannatal; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.