Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur (Björn Ólafur) Gíslason

(4. sept. 1888–10. júlí 1932)

Forstjóri.

Foreldrar: Gísli Högnason að Búðum (sjá hann) og kona hans Þorbjörg Magnúsdóttir prests í Heydölum, Bergssonar. Komst ungur að verzlun og varð veræzlunarstjóri í Borgarfirði eystra og í Norðfirði, frá 1925 forstjóri útgerðarfélagsins Kára í Viðey.

Vel gefinn og vel metinn umbótamaður.

Kona (1909): Jakobína Davíðsdóttir í Miklagarði í Eyjafirði, Ketilssonar.

Börn þeirra: Margrét, Gísli ritstj. Úrvals, Davíð fiskimálastjóri, Þorbjörg, Þórir (nú dáinn), Hulda, Sigrún (Óðinn XXVIII).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.