Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur (Bjarni) Jóhannesson

(8. nóv, 1867–2. febr. 1936)

Kaupmaður í Patreksfirði.

Foreldrar: Jóhannes dbrm. Þorgrímsson á Sveinseyri og kona hans Kristín Bjarnadóttir á Sveinseyri, Ingimundarsonar.

Var tekinn í Reykjavíkurskóla 1883, en hætti námi í fjórða bekk. Lagði síðan fyrir sig kaupskap og útgerð, dugmikill maður, framkvæmdasamur, úrræðagóður og hjálpsamur.

Varaumboðsmaður Frakkastjórnar langa tíð, en síðan Bretastjórnar. Hlaut heiðursmerki frakkneskt og var r. af fálk,

Kona (9. ág. 1895): Aurora Gunnarsdóttir verzlunarmanns á Þingeyri. Synir þeirra, sem upp komust: Gunnar, Garðar, Friðþjófur, allir kaupmenn í Patreksfirði og stýra fyrirtækjum þeim, er faðir þeirra hafði stofnað (Óðinn XXXII; Verzltíð., 19. árg.; BI7.): Ólafur Jóhannesson (23. nóv. 1885–18. maí 1912). Stúdent.

Foreldrar: Jóhannes sýslumaður Ólafsson í Sauðárkróki og 56 kona hans Margrét Guðmundsdóttir prests í Arnarbæli Johnsens. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1899, stúdent 1905, með 1. einkunn (94 st.). Stundaði um tíma laganám í háskólanum í Kh., en varð að láta af því vegna heilsuleysis. Andaðist á Ak. ókv. og bl. (BB. Sýsl. o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.