Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur (Bjarni Verner Lúðvík) Gunnlaugsson (Gunnlögsson)

(20. jan. 1831–22. júlí 1894)

Ritstjóri.

Foreldrar: Stefán bæjar- og landfógeti Gunnlaugsson og f. k. hans Ragnhildur Benediktsdóttir landsyfirdómara Gröndals. Tekinn í efra bekk Reykjavíkurskóla 1846, stúdent 1848, með 1. eink. (80 st.), tók aðgöngupróf í háskólann í Kh. s. á. og lauk 2. lærdómsprófi 1850, hvoru tveggja með 2. einkunn.

Gerðist kaþólskur, varð skrifari hjá Dr. Etienne Djunkovskoj (kaþólskum præfectus) og fór víða um lönd. Varð dr. í háskólanum í Löwen í Belgíu, blaðamaður, lengi ritstjóri blaðsins Le Nord í París. Eftir hann er ritgerð í Nýjum félagsritum, enda var hann fylgismaður Jóns Sigurðssonar og stuðningsmaður sjálfstæðismála landsins. Átti rússneska konu (BB. Sýsl.; Bened. Gröndal: Dægradvöl; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.