Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur (Aðalsteinn) Bergsveinsson

(1. okt. 1867–12. sept. 1939)

Bóndi.

Foreldrar: Bergsveinn Ólafsson í Sviðnum og kona hans Ingveldur Skúladóttir í Hallsbæ, Jónssonar. Bjó í Hvallátrum frá 1894 og síðan.

Athafnamaður og karlmenni, umbótamaður, enda efnaðist vel, og fekk verðlaun úr sjóði Kristjáns níunda. Var orðlagður merkis- og greiðamaður.

Gegndi lengi hreppsnefndarstörfum. Smiður góður og hafði 1922 smíðað um 100 báta.

Kona (22. júlí 1892): Ólína Jóhanna Jónsdóttir (á Barðaströnd, Þórðarsonar).

Börn þeirra: Anna, Aðalsteinn, Eyjólfur, Lára Ágústa, Gísli, Bergsveinn augnlæknir, Jón Kristinn, Sigurborg, Valdimar (Óðinn Ólafur Bergþórsson (17. öld).

Stúdent.

Foreldrar: Bergþór lögréttumaður Sæmundsson á Hjaltastöðum í Skagafirði og kona hans Björg Skúladóttir (systir Þorláks byskups). Lærði í Hólaskóla, hefir orðið stúdent skömmu eftir 1640, varð síðan djákn á Reynistað og andaðist þar ókv., enn á lífi 21. maí 1649.

Hefir verið umboðsmaður Benedikts sýslumanns Halldórssonar 1647–9. Launsonur hans með Þorgerði Sigurðardóttur um 1648 (sjá sakeyrisreikninga Hegranesþings 1647–8): Skúli lögréttumaður á Seylu (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.