Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ófeigur Vigfússon

(3. júlí 1865 – 21. jan. 1947)

. Prestur.

Foreldrar: Vigfús (d. 1. maí 1915, 78 ára) Ófeigsson í Framnesi á Skeiðum og kona hans Margrét (d. 26. jan. 1913, 71 árs) Sigurðardóttir í Arnarbæli í Grímsnesi, Gíslasonar. Stúdent í Reykjavík 1890 með 1. einkunn (90 st.). Lauk prófi í prestaskóla 25. ágúst 1892 með 1. einkunn (47 st.). Var við kennslustörf í Rv. næsta vetur.

Veitt Efri Holtaþing 15. júlí 1893 frá fardögum s.á.; vígður 16. júlí s.á.; sat í Guttormshaga. Veitt Landprestakall 24. nóv. 1900 frá fardögum s. á.; sat í Fellsmúla. Settur prófastur í Rangárvallaprófastsdæmi 14, ág. 1926; skipaður 20. jan. 1927. Veitt lausn frá embætti 2. ágúst 1941. Sótti lútherskt kirkjuþing í Kh. 1929. Átti sæti í hreppsnefnd og var formaður fræðslunefndar alla prestsskapartíð sína; var í stjórn félagsskapar um búnaðarmál. Hélt uppi unglingakennslu á heimili sínu og kenndi ýmsum skólalærdóm að nokkru eða öllu leyti. R. af fálk, 1933. Dó í Fellsmúla. Ritstörf: Fjölmargar greinar í blöðum og tímaritum (sjá BjM. Guðfr.); ein hugvekja í 100 hugvekjum, Rv. 1926. Kona (22. júlí 1893): Ólafía (d. 28. nóv. 1939, TT ára) Ólafsdóttir bæjarfulltrúa í Rv., Ólafssonar. Af börnum þeirra komst upp: Grétar Fells rithöfundur, síra Ragnar í Fellsmúla (BjM., Guðfr.; Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.