Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ófeigur Vigfússon

(27. febr. 1790 – 20. maí 1858)

. Bóndi, hreppstjóri. Foreldrar: Vigfús í Fjalli á Skeiðum Ófeigsson í Fjalli, Sigmundssonar, og kona hans Ingveldur Helgadóttir í Andrésfjósum á Skeiðum, Þórðarsonar, Bóndi á Egilsstöðum í Flóa 1817–19, síðan í Fjalli til – dauðadags. Hreppstjóri Skeiðahrepps í 30 ár, 1828 til æviloka. Mikill búhöldur, ráðdeildarsamur og hygginn, auðgaðist vel að jörðum og lausafé og var kallaður Ófeigur ríki.

Ánnálaður heyjamaður og reyndist oft bjargvættur sveitunga sinna, er hart var í ári.

Framfaramaður í búskap og jarðrækt. Dó á ferð í Reykjavík. Kona 1: Ingunn Eiríksdóttir dbrm. á Reykjum, Vigfússonar. Börn þeirra: Guðrún elzta átti Einar Einarsson á Urriðafossi, Sigríður eldri átti Högna Jakobsson í Skálmholtshrauni, Guðrún 2. átti Sigurð Sigurðsson í Útey, Margrét eldri átti Guðmund Þormóðsson í Ásum, Ingunn giftist ekki, átti þrjá sonu með Ólafi Stefánssyni í Fjalli, Ófeigur bóndi í Fjalli, Guðrún yngsta átti Sigurð Jónsson í Háholti á Skeiðum, Sigríður yngri átti Guðbrand Árnason í Miðdal, Vigfús í Framnesi og Margrét yngri átti Ólaf Stefánsson í Fjalli, Kona 2: Kristín Ólafsdóttir prestsekkja frá Felli í Mýrdal; þau bl. Afkomendur Ófeigs ríka og systkina hans nefnast Fjallsætt (GJ. Íslenzkir sagnaþættir og þjóðsögur VI; BjÞ. Ættarskrá) (G.J.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.