Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ívar Vigfússon Hólmur, yngri

(– – 1433)

Hirðstjóri (talinn lögmaður í Byskupaann. síra JEg., Safn I).

Foreldrar: Vigfús Hólm hirðstjóri Ívarsson og kona hans Guðríður Ingimundardóttir af Rogalandi, Óþyrmissonar. Varð hirðstjóri 1405 (með föður sínum). Veginn á Kirkjubóli á Miðnesi af sveinum Jóns byskups Gerrekssonar.

Kona hans mun hafa verið dóttir Ólafs á Kirkjubóli Björnssonar í Hvalsnesi, Ólafssonar hirðstjóra að Keldum (SD.). Synir þeirra: Bjarni í Glaumbæ, síðar að Meðalfelli, Guðmundur að Hofi á Kijalarnesi og, má vera, Valgarður prestur að Húsafelli (Isl, Ann.; Dipl. Isl.; Safn IT; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.