Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ívar Sigurðsson

(31. júlí 1858–20. sept. 1927)

Kaupmaður.

For.: Sigurður Ívarsson í Gegnishólaparti og kona hans Guðrún Halldórsdóttir. Var barnakennari í Gaulverjabæjarhreppi 3 vetur, sýsluskrifari í Árnesþingi 3 ár (til 1887). Vann síðan að verzlunarstörfum á Eyrarbakka og Stokkseyri (stundum að barnakennslu á vetrum), hafði þess í milli í 2 ár sjálfur verzlun á Stokkseyri. Þókti nýtur maður. Setti upp smáverzlun í Rv. 1916.

Kona: Oddbjörg Runólfsdóttir að Bergvaði í Hvolhrepp, Nikulássonar.

Börn þeirra: Sigurður gamanskáld, Runólfur, Ragna (Óðinn XIT; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.