Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ívar Jónsson Hólmur

(13. og 14. öld)

Riddari (óvíst, hvort norskrar eða íslenzkrar ættar).

Ef hann er íslenzkur, gæti hann verið sá, sem verið hefir umboðsmaður Viðeyjarklausturs um 1290, getur að útkomu með konungsbréf 1307, 1310, 1312 og hefir líkl. haft hér hirðstjórn um tíma.

Kona: Ásta Klængsdóttir. Önnur dóttir þeirra hefir átt Vigfús hirðstjóra Jónsson á Ferjubakka, hin Svein Grímsson í Brautarholti (Isl. Ann.; Dipl. Isl.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.