Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ísólfur Pálsson

(11. mars 1871 – 17. febr. 1941)

. Organleikari o. fl. Foreldrar: Páll (d. 24. febr. febr, 1887, 54 ára) Jónsson í Syðra-Seli hjá Stokkseyri og kona hans Margrét (d. 20. mars 1914, 84 ára) Gísladóttir á Kalastöðum, Þorgilssonar. Var formaður á Stokkseyri um langt skeið; organisti í Stokkseyrarkirkju um 20 ár. Lærði tónstillingar og hljóðfærasmíði í Kh. 1912. Átti heima í Rv. frá 1910 til æviloka. Stundaði organleik og smíðar og stillingar hljóðfæra; var og hugvitsmaður. Tónskáld og ljóðskáld.

Fekkst nokkuð við lækningar.

Kona (8. nóv. 1893): Þuríður (f. 2. júlí 1872) Bjarnadóttir frá Símonarhúsum, Jónssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Páll söngstjóri og tónskáld, Bjarni Þórir, Pálmar Þórir hljóðfærasmiður í Rv., Bjarni úrsmiður (d. 1924), Ingólfur Janus verzim. í Rv., Eyjólfur Guðni, Sigurður Guðni úrsmiður, Ísólfur, Viktoría Margrét Jackson, sjá Þorleifur Jóakimsson.


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.