Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ísleifur Styrkársson

(– – um 1605–6)

Prestur. Faðir: Síra Styrkár Hallsson að Vesturhópshólum. Er orðinn prestur 1592 og er þá vestra, kemur við skjöl í Haga á Barðaströnd 8. júní 1592 og í Bæ á Rauðasandi 20. febr. 1594. Hefir því ekki orðið prestur á Stað í Hrútafirði fyrr en í farðdögum 1594 og haldið til æviloka (næsti prestur þar tekur við árið 1606).

Hans getur að styrkveizlum af tillögum til fátækra presta.

Kona: Guðrún Brynjólfsdóttir prests í Holti í Önundarfirði, Jónssonar.

Börn þeirra talin: Guðrún átti Árna Jónsson prests að Snæfjöllum, Þorleifssonar, Guðrún (önnur) átti (að sumra tali) Bjarna Jónsson prests að Snæfjöllum, Þorleifssonar, aðrir segja Bjarna yngra Arnórsson frá Kirkjubóli í Valþjófsdal, Símonarsonar, Brigit f. k. síra Eyjólfs Ásmundssonar að Brjánslæk, Þuríður (d. 1686) átti fyrr Alexíus Sigurðsson, Alexíusssonar, síðar Eirík Gíslason að Hamri á Langadalsströnd, Ingunn. Árið 1667 getur Ísleifs Styrkárssonar búanda á Kjalarnesi, hefir fiskgeymslu fyrir prest nyrðra, ekki ólíklegt, að sé sonarsonur síra Ísleifs, en 1703 býr á Jörfa á Kjalarnesi Ísleifur Styrkársson; gæti þetta bent á sama kynstofn (HÞ.:; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.