Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ísleifur Pálsson

(um 1707– 18. febr. 1744)

Prestur.

Foreldrar: Síra Páll Þórðarson á Eyri í Skutulsfirði og kona hans Sigríður Jónsdóttir prests á Stað í Súgandafirði, Torfasonar. Hann ólst upp hjá síra Andrési Gíslasyni í Otradal og var á vegum hans, meðan hann var að námi. Tekinn í Skálholtsskóla 1725, stúdent 1730, fekk Garpsdal að veitingu 12. apr. 1732, vígðist 4. maí s.á.; að boði byskups gegndi hann Selárdalsprestakalli veturinn 1733–4. Fekk Nesþing 1739, bjó að Þæfusteini til æviloka, drukknaði í Hólmkelsá. Hann var vel gefinn maður, hagleiksmaður mikill á tré, uppgangsmaður mesti og snilldarmaður um flesta hluti.

Kona (1741). Rósa (f. í júlí 1719, d. 10. júlí 1799) Snorradóttir prests að Helgafelli, Jónssonar. Dætur þeirra voru 2 og komust eigi upp.

Ekkja hans átti síðar síra Nikulás Magnússon í Berufirði (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.