Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ísleifur Halldórsson

(1735–29. nóv. 1783)

Skálholtsráðsmaður, stúdent.

Foreldrar: Síra Halldór Pálsson á Breiðabólstað í Fljótshlíð og kona hans Sigríður Ísleifsdóttir sýslumanns að Felli, Einarssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1750, stúdent 26. apr. 1757, gekk þá í þjónustu Finns byskups Jónssonar, varð 1764 ráðsmaður í Skálholti, er Finnur byskup tók við stólsforráðum aftur, og hélt til 1777, við góðan orðstír, en þá lagði byskup niður stólsforráð. Bjó í Haukadal í Byskupstungum frá því 1775 til æviloka, áður 1 ár í Efsta Dal í Laugardal.

Kona (1774): Helga (d. í Haukadal 10. júní 1813, 79 ára) Halldórsdóttir prests að Staðarhrauni, Sigurðssonar; þau bl. (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.