Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ísleifur Gíslason

(12. maí 1841–21. okt. 1892)

Prestur.

Foreldrar: Síra Gísli Ísleifsson í Kálfholti og kona hans Sigríður Guðmundsdóttir í Hvammi í Mýrdal, Loptssonar. F. að Selalæk. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1854, stúdent 1860, með 1. einkunn (89 st.), próf úr prestaskóla 1862, með 1. einkunn (47 st.). Stundaði síðan barnakennslu á Eyrarbakka.

Fekk 23. maí 1865 Keldnaþing, vígðist 18. júní s. á, bjó í Kirkjubæ vestra, fekk Arnarbæli 4. nóv. 1878 og hélt til æviloka. Var 2. alþm. Rang. 1875–9.

Kona (22. júní 1865): Karítas (f. 19. dec. 1839, d. 28. apr. 1910) Markúsdóttir prests í Odda, Jónssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Gísli skrifstofustjóri í fjármálaráðuneyti, Kristín átti fyrr síra Ólaf Helgason að Stóra Hrauni, síðar síra Gísla Skúlason sst., Ingibjörg átti Ólaf héraðslækni Finsen á Akranesi, Guðrún átti Sigurð aðalpóstmeistara Briem, Sigrún átti fyrr Björn augnlækni Ólafsson, síðar s.k. Þorleifs yfirkennara H. Bjarnasonar (Skýrslur; Vitæ ord. 1865; Kirkjublaðið, 2. árg.; Alþmt.; Sunnanfari II; BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.