Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ísleifur Gizurarson

(1006–1080)

Byskup í Skálholti hinn fyrsti.

Foreldrar: Gizur hvíti Teitsson og síðasta kona hans Þórdís Þóroddsdóttir goða á Hjalla. Hann var að námi í Þýzkalandi, gerðist prestur og var ágætur maður, sem margir þeirrar ættar. Kom mönnum saman um að velja hann til byskups. Vígðist 1056 í Brimum.

Kona: Dalla Þorvaldsdóttir, Ásgeirssonar æðikolls. Synir þeirra: Gizur byskup, Teitur í Haukadal, Þorvaldur í Hraungerði (Íslb.; Landn.; Bps. bmf. I. Af honum er og sérstakur þáttur).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.