Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Ísleifur Eyjólfsson
(– –28. sept. 1654)
Umboðsmaður, stúdent.
Foreldrar: Eyjólfur sýslumaður Halldórsson í Rangárþingi og kona hans Solveig Árnadóttir sýslumanns að Hlíðarenda, Gíslasonar. Hann var skólagenginn, fór utan og var skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 1599, en mun hafa komið til landsins um 1602, er móðir hans mun hafa andazt (faðir hans var látinn áður), en skipti eftir hann fóru fram 16. júní 1603. Hefir hann þá fengið föðurleifð sína, Saurbæ á Kjalarnesi, og þar bjó hann, meðan hann hafði búskap. Fekk Kjósarjarðir um 1612 og hélt þær enn 1639. Hann var deilugjarn nokkuð og þókti breytinn í kvennamálum. Eftir lát konu sinnar fluttist hann til dóttur sinnar að Holti undir Eyjafjöllum og andaðist þar.
Kona (1605). Sesselja Magnúsdóttir sýslumanns prúða í Ögri og Bæ, Jónssonar. Hafði hún áður átt launbörn, og varð af leiðindamál (sjá Alþb. Ísl.).
Börn þeirra: Magnús í Saurbæ, Eyjólfur á Melum á Kjalarnesi, Solveig átti síra Þorsein Jónsson í Holti undir Eyjafjöllum, Elísabet átti (1631) Halldór Helgason í Arnarholti í Stafholtstungum, Sigríður 1. kona síra Jóseps Loptssonar á Ólafsvöllum, Valgerður átti síra Þorvarð Ólafsson á Breiðabólstað í Vesturhópi, Árni (drukknaði 9. júní 1646), bl., Þorgerður, Þórður (BB. Sýsl.; HÞ.).
Umboðsmaður, stúdent.
Foreldrar: Eyjólfur sýslumaður Halldórsson í Rangárþingi og kona hans Solveig Árnadóttir sýslumanns að Hlíðarenda, Gíslasonar. Hann var skólagenginn, fór utan og var skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 1599, en mun hafa komið til landsins um 1602, er móðir hans mun hafa andazt (faðir hans var látinn áður), en skipti eftir hann fóru fram 16. júní 1603. Hefir hann þá fengið föðurleifð sína, Saurbæ á Kjalarnesi, og þar bjó hann, meðan hann hafði búskap. Fekk Kjósarjarðir um 1612 og hélt þær enn 1639. Hann var deilugjarn nokkuð og þókti breytinn í kvennamálum. Eftir lát konu sinnar fluttist hann til dóttur sinnar að Holti undir Eyjafjöllum og andaðist þar.
Kona (1605). Sesselja Magnúsdóttir sýslumanns prúða í Ögri og Bæ, Jónssonar. Hafði hún áður átt launbörn, og varð af leiðindamál (sjá Alþb. Ísl.).
Börn þeirra: Magnús í Saurbæ, Eyjólfur á Melum á Kjalarnesi, Solveig átti síra Þorsein Jónsson í Holti undir Eyjafjöllum, Elísabet átti (1631) Halldór Helgason í Arnarholti í Stafholtstungum, Sigríður 1. kona síra Jóseps Loptssonar á Ólafsvöllum, Valgerður átti síra Þorvarð Ólafsson á Breiðabólstað í Vesturhópi, Árni (drukknaði 9. júní 1646), bl., Þorgerður, Þórður (BB. Sýsl.; HÞ.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.