Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Ísleifur Einarsson
(um 1655–30. mars 1720)
Sýslumaður.
Foreldrar: Einar sýslumaður Þorsteinsson að Felli í Mýrdal og kona hans Iðbjörg Filippusdóttir, Teitssonar (á Holtastöðum, Björnssonar). Hann er talinn hafa orðið aðstoðarmaður föður síns í sýslustörfum um 1680. Hitt er víst, að 27. sept. 1683 fekk hann veiting fyrir hálfu Skaftafellsþingi og hélt það til æviloka. Hann var mikilhæfur maður, vel gefinn, sem hann átti kyn til, vel látinn.
Hann var maður vel efnum búinn. Hann bjó að Felli í Suðursveit (það býli er fyrir löngu eytt af jökulágangi, en var mikil jörð). Þar lét hann reisa kirkju með leyfi byskups 23. okt. 1699), og lagði byskup til nokkur hlunnindi í rekum. Hann samdi (með Ólafi sýslumanni, bróður sínum) tvívegis jarðabók í Skaftafellsþingi, og er ágrip varðveitt í handritum, og skrá um eyðijarðir í Öræfum (hvort tveggja pr. í Blöndu 1).
Brot af bréfabók hans er í þjóðskjalasafni. Eftir hann orktu ýmsir menn erfiljóð og grafskriftir, og er það vitni mats manna á honum (sjá Blanda I).
Kona (1686). Vilborg (f. um 1666, enn á lífi 1737) Jónsdóttir prests í Bjarnanesi, Eiríkssonar.
Börn þeirra: Þórunn átti síra Bjarna Þorleifsson að Kálfafelli, Jón sýslumaður að Felli, Einar (drukknaði í Skeiðará 1721), bl., Sigríður átti síra Halldór Pálsson á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Guðrún og Þórunn (önnur) dóu í miklu bólu, Iðbjörg var í fóstri hjá móðurbróður sínum, Eiríki Jónssyni að Hoffelli (BB.
Sýsl.; Blanda I; HÞ.; Saga Ísl. VI).
Sýslumaður.
Foreldrar: Einar sýslumaður Þorsteinsson að Felli í Mýrdal og kona hans Iðbjörg Filippusdóttir, Teitssonar (á Holtastöðum, Björnssonar). Hann er talinn hafa orðið aðstoðarmaður föður síns í sýslustörfum um 1680. Hitt er víst, að 27. sept. 1683 fekk hann veiting fyrir hálfu Skaftafellsþingi og hélt það til æviloka. Hann var mikilhæfur maður, vel gefinn, sem hann átti kyn til, vel látinn.
Hann var maður vel efnum búinn. Hann bjó að Felli í Suðursveit (það býli er fyrir löngu eytt af jökulágangi, en var mikil jörð). Þar lét hann reisa kirkju með leyfi byskups 23. okt. 1699), og lagði byskup til nokkur hlunnindi í rekum. Hann samdi (með Ólafi sýslumanni, bróður sínum) tvívegis jarðabók í Skaftafellsþingi, og er ágrip varðveitt í handritum, og skrá um eyðijarðir í Öræfum (hvort tveggja pr. í Blöndu 1).
Brot af bréfabók hans er í þjóðskjalasafni. Eftir hann orktu ýmsir menn erfiljóð og grafskriftir, og er það vitni mats manna á honum (sjá Blanda I).
Kona (1686). Vilborg (f. um 1666, enn á lífi 1737) Jónsdóttir prests í Bjarnanesi, Eiríkssonar.
Börn þeirra: Þórunn átti síra Bjarna Þorleifsson að Kálfafelli, Jón sýslumaður að Felli, Einar (drukknaði í Skeiðará 1721), bl., Sigríður átti síra Halldór Pálsson á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Guðrún og Þórunn (önnur) dóu í miklu bólu, Iðbjörg var í fóstri hjá móðurbróður sínum, Eiríki Jónssyni að Hoffelli (BB.
Sýsl.; Blanda I; HÞ.; Saga Ísl. VI).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.