Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Ísleifur Einarsson
(21. maí 1765–23. júlí 1836)
Dómstjóri.
Foreldrar: Einar Jónsson að Ási í Holtum, fyrrum Skálholtsrektor, og kona hans Kristín Einarsdóttir lögréttumanns að Suðurreykjum í Mosfellssveit, Ísleifssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1778, stúdent 1783, með miklu lofi fyrir fjölhæfar gáfur og skarpleika, gekk síðan í þjónustu Jóns sýslumanns Jónssonar að Móeiðarhvoli, fór utan 1787, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 21. jan. 1788, með 1. einkunn, tók heimspekipróf 12. júlí s.á. með 1. einkunn, lauk lagaprófi 23. apr. 1790, með 1. einkunn, fekk veiting fyrir Húnavatnsþingi 12. maí s.á., kom til landsins s. á., var fram eftir vetri (1791) hjá síra Gísla, bróður sínum, í Selárdal. Hann bjó að Geitaskarði.
Var nokkuð róstusamt í sýslu hans framan af, en rósamt hin síðari ár hans þar. Var skipaður yfirdómari í landsyfirdómi 11. júlí 1800, hélt síðast manntalsþing í Húnavatnsþingi í apríl 1801, varð 1. yfirdómari 18. júní 1817, dómstjóri 18. apr. 1834 til æviloka, varð justitsráð að nafnbót 31. júlí 1810, en etatsráð 28. jan. 1817. Hann var að boði konungs 10. júní 1803 í nefnd til þess að rannsaka embættisrekstur Ólafs stiftamtmanns Stefánssonar, gegndi stiftamtmanns- og amtmannsembætti í suðuramti í umboði Stefáns Þórarinssonar frá því í byrjun júní 1804, þangað til í ágúst 1805, er hann sagði því starfi upp (þá fluttist hann úr Rv. að Brekku á Álptanesi og var þar til æviloka). Hann var einn hinn harðasti andstæðingur Jörgens Jörgensens, var og í stiftamtmannsstað fyrir Trampe frá 29. júlí 1807, til þess er Trampe kom aftur sumarið 1809, í stjórnarnefnd stiftamtmannsembættisins 29. mars 1810–20. mars 1813, gegndi síðast stiftamtmanns- og amtmannsembætti í Suðuramti í fjarveru Castenskjolds frá 20. maí 1815 til 12. maí 1816. Hann var röggsamur maður, fastlyndur og einarður, strangur og siðavandur, kom sér lítt við Magnús „Stephensen, meðan hann var dómstjóri, og Bjarna Thorarensen, meðan hann var yfirdómari með honum (ber því vitni hin alkunna „kútsvísa“ Bjarna, en faðir Ísleifs var kenndur „kútur“, en hann sjálfur af sumum „kúti“ eða „kútsnigill“; orkti Gunnlaugur sýslumaður Briem í móti „kútsvísu“ Bjarna). Hann var maður mjög þjóðhollur, og kemur það víða fram í bréfum, og að ýmsu hugsjónamaður, en honum veitti erfitt að gera grein fyrir skoðunum sínum munnlega; sjálfur segist hann í bréfum hafa elzt um aldur fram. Eftir hann eru prentaðar í Nýjum félagsritum manntalsþingaræður.
Kona 1 (19. maí 1794): Guðrún (d. 6. mars 1801) Þorláksdóttir prests í Húsavík, Jónssonar.
Börn þeirra komust eigi upp.
Kona 2 (18. sept. 1804): Sigríður (f. 10. sept. 1788, d. 8. febr. 1860) Gísladóttir prests í Odda, Þórarinssonar, og hafði það hjónaband verið lítt að vilja hennar sjálfrar.
Börn þeirra: Síra Gísli í Kálfholti, Jórunn f. k. Páls sögukennara og málflutningsmanns Melsteds (Útfm., Kh. 1837; BB. Sýsl.; Tímar. bmf. ID) Ísleifur Einarsson (24. ágúst 1833–27. okt. 1895).
Prestur.
Foreldrar: Einar hattari Hákonarson í Rv. og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir prests að Kálfatjörn, Böðvarssonar.
Tekinn í Reykjavíkurskóla 1847, stúdent 1856, með 2. einkunn (54 st.), próf úr prestaskóla 1858, með 2. einkunn betri (39 st.). Var síðan í Rv. að mestu við kennslu og skriftir. 26 Fekk Reynistaðarklaustursprestakall 1. ág. 1864, vígðist 25. sept. s. á., Nesþing 20. mars 1867, Stað í Grindavík 19. sept. 1868, missti þar prestskap 1871 vegna barneignarbrots í milli kvenna og átti heima í Rv. 1871–3. Fekk Bergsstaði 18. júlí 1873, Hvamm í Laxárdal 12. júlí 1875, Stað í Steingrímsfirði 13. júlí 1883, fekk þar lausn frá prestskap 11. febr. 1892, frá fardögum það ár. Dvaldist síðan í Rv. til æviloka. Ritstörf: Galdrakver (þýðing), Rv. 1857.
Kona 1: Karólína (d. 8. okt. 1869, 19 ára) Þorbjarnardóttir kaupmanns í Grundarfirði, Helgasonar; þau bl.
Kona 2: Sesselja (f. 19. ág. 1841, d. 28. jan. 1898) Jónsdóttir prests í Glaumbæ, Hallssonar.
Börn þeirra: Jón verkfræðingur í Rv., Lovísa átti Jón kaupmann Eyvindsson í Rv. Laundóttir síra Ísleifs 1871 (með Gróu Sveinbjarnardóttur): Karólína átti Guðmund prófessor Hannesson (Vitæ ord. 1864; Kirkjublaðið, 5. árg; BjM. Guðfr.; SGrBf.).
Dómstjóri.
Foreldrar: Einar Jónsson að Ási í Holtum, fyrrum Skálholtsrektor, og kona hans Kristín Einarsdóttir lögréttumanns að Suðurreykjum í Mosfellssveit, Ísleifssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1778, stúdent 1783, með miklu lofi fyrir fjölhæfar gáfur og skarpleika, gekk síðan í þjónustu Jóns sýslumanns Jónssonar að Móeiðarhvoli, fór utan 1787, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 21. jan. 1788, með 1. einkunn, tók heimspekipróf 12. júlí s.á. með 1. einkunn, lauk lagaprófi 23. apr. 1790, með 1. einkunn, fekk veiting fyrir Húnavatnsþingi 12. maí s.á., kom til landsins s. á., var fram eftir vetri (1791) hjá síra Gísla, bróður sínum, í Selárdal. Hann bjó að Geitaskarði.
Var nokkuð róstusamt í sýslu hans framan af, en rósamt hin síðari ár hans þar. Var skipaður yfirdómari í landsyfirdómi 11. júlí 1800, hélt síðast manntalsþing í Húnavatnsþingi í apríl 1801, varð 1. yfirdómari 18. júní 1817, dómstjóri 18. apr. 1834 til æviloka, varð justitsráð að nafnbót 31. júlí 1810, en etatsráð 28. jan. 1817. Hann var að boði konungs 10. júní 1803 í nefnd til þess að rannsaka embættisrekstur Ólafs stiftamtmanns Stefánssonar, gegndi stiftamtmanns- og amtmannsembætti í suðuramti í umboði Stefáns Þórarinssonar frá því í byrjun júní 1804, þangað til í ágúst 1805, er hann sagði því starfi upp (þá fluttist hann úr Rv. að Brekku á Álptanesi og var þar til æviloka). Hann var einn hinn harðasti andstæðingur Jörgens Jörgensens, var og í stiftamtmannsstað fyrir Trampe frá 29. júlí 1807, til þess er Trampe kom aftur sumarið 1809, í stjórnarnefnd stiftamtmannsembættisins 29. mars 1810–20. mars 1813, gegndi síðast stiftamtmanns- og amtmannsembætti í Suðuramti í fjarveru Castenskjolds frá 20. maí 1815 til 12. maí 1816. Hann var röggsamur maður, fastlyndur og einarður, strangur og siðavandur, kom sér lítt við Magnús „Stephensen, meðan hann var dómstjóri, og Bjarna Thorarensen, meðan hann var yfirdómari með honum (ber því vitni hin alkunna „kútsvísa“ Bjarna, en faðir Ísleifs var kenndur „kútur“, en hann sjálfur af sumum „kúti“ eða „kútsnigill“; orkti Gunnlaugur sýslumaður Briem í móti „kútsvísu“ Bjarna). Hann var maður mjög þjóðhollur, og kemur það víða fram í bréfum, og að ýmsu hugsjónamaður, en honum veitti erfitt að gera grein fyrir skoðunum sínum munnlega; sjálfur segist hann í bréfum hafa elzt um aldur fram. Eftir hann eru prentaðar í Nýjum félagsritum manntalsþingaræður.
Kona 1 (19. maí 1794): Guðrún (d. 6. mars 1801) Þorláksdóttir prests í Húsavík, Jónssonar.
Börn þeirra komust eigi upp.
Kona 2 (18. sept. 1804): Sigríður (f. 10. sept. 1788, d. 8. febr. 1860) Gísladóttir prests í Odda, Þórarinssonar, og hafði það hjónaband verið lítt að vilja hennar sjálfrar.
Börn þeirra: Síra Gísli í Kálfholti, Jórunn f. k. Páls sögukennara og málflutningsmanns Melsteds (Útfm., Kh. 1837; BB. Sýsl.; Tímar. bmf. ID) Ísleifur Einarsson (24. ágúst 1833–27. okt. 1895).
Prestur.
Foreldrar: Einar hattari Hákonarson í Rv. og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir prests að Kálfatjörn, Böðvarssonar.
Tekinn í Reykjavíkurskóla 1847, stúdent 1856, með 2. einkunn (54 st.), próf úr prestaskóla 1858, með 2. einkunn betri (39 st.). Var síðan í Rv. að mestu við kennslu og skriftir. 26 Fekk Reynistaðarklaustursprestakall 1. ág. 1864, vígðist 25. sept. s. á., Nesþing 20. mars 1867, Stað í Grindavík 19. sept. 1868, missti þar prestskap 1871 vegna barneignarbrots í milli kvenna og átti heima í Rv. 1871–3. Fekk Bergsstaði 18. júlí 1873, Hvamm í Laxárdal 12. júlí 1875, Stað í Steingrímsfirði 13. júlí 1883, fekk þar lausn frá prestskap 11. febr. 1892, frá fardögum það ár. Dvaldist síðan í Rv. til æviloka. Ritstörf: Galdrakver (þýðing), Rv. 1857.
Kona 1: Karólína (d. 8. okt. 1869, 19 ára) Þorbjarnardóttir kaupmanns í Grundarfirði, Helgasonar; þau bl.
Kona 2: Sesselja (f. 19. ág. 1841, d. 28. jan. 1898) Jónsdóttir prests í Glaumbæ, Hallssonar.
Börn þeirra: Jón verkfræðingur í Rv., Lovísa átti Jón kaupmann Eyvindsson í Rv. Laundóttir síra Ísleifs 1871 (með Gróu Sveinbjarnardóttur): Karólína átti Guðmund prófessor Hannesson (Vitæ ord. 1864; Kirkjublaðið, 5. árg; BjM. Guðfr.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.