Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ísak Þorgeirsson

(– – 1742?)

Stúdent líkl.

Foreldrar: Þorgeir lögréttumaður Þórðarson í Bakkakoti á Álptanesi og kona hans Guðný Erlendsdóttir prests að Undornfelli, Illugasonar. Hefir líklega verið tekinn í Skálholtsskóla 1735, og þar er hann veturna 1738–40, er Guðlaugur, bróðir hans, síðast prestur í Görðum á Álptanesi, var þar heyrari; er hann á meðal þeirra í skólaröðum, sem taldir eru stúdentsefni 1741, og hefir orðið stúdent þá, ef hann hefir eigi andazt áður; Hann er á lífi 16. júlí 1740 og þá nefndur af byskupi „skólapiltur“. Mætti ætla, ef hann hefir orðið stúdent, að (– – hann hafi látizt í bólusótt, er gekk 1742 (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.