Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Íbi Franzson

(um 1704–1766)

Bóndi, stúdent.

Foreldrar: Síra Franz Íbsson í Hruna og kona hans Solveig Árnadóttir prests í Hruna, Halldórssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1718, stúdent 1727, var síðan hjá foreldrum sínum um hríð, átti barn ógiftur um 1730, fekk uppreisn 2. maí 1755, bjó í Húsagarði á Landi 1733, síðar á Grafarbakka í Ytra Hrepp, síðast á Brjánsstöðum á Skeiðum, brá þar búi vorið 1766.

Hann sókti stundum um prestaköll, en svo er að sjá sem byskupum hafi ekki þótt hann hæfur til prestskapar.

Kona 1: Guðríður. Dætur: Ólöf, Guðrún (síðast niðursetningur í Kálfholtshjáleigu, d. 1791).

Kona 2: Gróa (d. 1766) Einarsdóttir að Húsatóptum á Skeiðum, Þorgilssonar. Dóttir þeirra: Guðríður var lengi hjá síra Hílaríusi Illugasyni að Mosfelli, átti launbarn með Þorgeiri Hafliðasyni að Hvassahrauni (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.