Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ásmundur Þormóðsson

(– –1630)

Prestur.

Foreldrar: Þormóður lögréttumaður Ásmundsson í Bræðratungu og kona hans Ingibjörg Þorsteinsdóttir í Hjörsey, Torfasonar.

Var kirkjuprestur í Skálholti á síðustu árum Gísla byskups Jónssonar, en mun áður um hríð hafa gegnt Haukadals- og Bræðratungusóknum. Um 1589–91 var hann prestur í Reykjadal, en fekk síðan Hvamm í Norðurárdal og var þar til dauðadags.

Kona: Ingibjörg Halldórsdóttir prests í Selárdal, Einarsonar.

Börn þeirra: Halldór, var 2 ár erlendis, andaðist fulltíða í bólunni 1616, bl., Bárður (dó í sömu bólu, 14 ára), Guðmundur í Stóra Holti í Saurbæ, Þóra átti fyrr Pétur sýslumann Pálsson að Staðarhóli (þau bl.), síðar Þorstein Jónsson á Narfeyri (einnig bl.), Guðríður (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.