Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ásmundur Þorleiksson

(19. ágúst 1805 – 17. mars 1861)

.

Skáld. Foreldrar: Þorleikur Þorleiksson í Hallsbæ á Sandi og kona hans Steinunn Ásmundsdóttir. Bjó í Rifi á Snæfellsnesi. Talinn góður hagyrðingur og fóru lausavísur hans víða; lítið eitt er að finna í Lbs.

Kona (13. okt. 1832): Katrín (f. 19. júní 1798; d. 10. mars 1858) Guðmundsdóttir á Skarði í Neshrepp, Bergþórssonar. Börn þeirra: Katrín átti Sigurbrand Magnússon í Ólafsvík, Þorleikur (Ýmsar heimildir).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.