Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Ásmundur Sveinsson
(18. marz 1846–13. febr. 1896)
Málari.
Foreldrar: Sveinn Sæbjarnarson á Bæjarstæði (Þorsteinssonar) og Helga Sigurðardóttir (talins Eiríkssonar, en í rauninni Einarssonar á Mýnesi, Jónssonar prests á Hjaltastöðum, Oddssonar). Tekinn í Reykjavíkurskóla 1868, stúdent 1874, með 1. einkunn (83 st.), lauk heimspekiprófi í háskólanum í Kh. 21. júní 1875 með 1. einkunn, lagði stund á lögfræði, en tók ekki próf, settur sýslumaður í Barðastrandarsýslu 28. júlí 1879 fram á árið 1881, í Dalasýslu 1. sept. 1881–31. maí 1882, varð umboðsmaður Arnarstapaumboðs 31. ág. 1882, vikið frá því starfi 29. ág. 1885, vegna vanskila. Dvaldist síðan í Rv. og lagði stund á málaflutning o. fl., einkum skriftir hjá bæjarfógeta og siðan öðrum. Talinn vel gefinn maður. Drukknaði í Reykjavíkurlæk.
Kona: Guðrún Pétursdóttir verzlunarmanns Halls í Rv.
Börn þeirra: Helga átti Ingólf bakara Sigurðsson í Rv., Anna átti Ásgeir efnafræðing Torfason, Sveinn prentari, Kristján verzlunarm., Óli múrari, Ásta átti Madsen verzlunarmann í Kh. (BB.; Sýsl. o. fl.).
Málari.
Foreldrar: Sveinn Sæbjarnarson á Bæjarstæði (Þorsteinssonar) og Helga Sigurðardóttir (talins Eiríkssonar, en í rauninni Einarssonar á Mýnesi, Jónssonar prests á Hjaltastöðum, Oddssonar). Tekinn í Reykjavíkurskóla 1868, stúdent 1874, með 1. einkunn (83 st.), lauk heimspekiprófi í háskólanum í Kh. 21. júní 1875 með 1. einkunn, lagði stund á lögfræði, en tók ekki próf, settur sýslumaður í Barðastrandarsýslu 28. júlí 1879 fram á árið 1881, í Dalasýslu 1. sept. 1881–31. maí 1882, varð umboðsmaður Arnarstapaumboðs 31. ág. 1882, vikið frá því starfi 29. ág. 1885, vegna vanskila. Dvaldist síðan í Rv. og lagði stund á málaflutning o. fl., einkum skriftir hjá bæjarfógeta og siðan öðrum. Talinn vel gefinn maður. Drukknaði í Reykjavíkurlæk.
Kona: Guðrún Pétursdóttir verzlunarmanns Halls í Rv.
Börn þeirra: Helga átti Ingólf bakara Sigurðsson í Rv., Anna átti Ásgeir efnafræðing Torfason, Sveinn prentari, Kristján verzlunarm., Óli múrari, Ásta átti Madsen verzlunarmann í Kh. (BB.; Sýsl. o. fl.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.