Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ásmundur Nikulásson

(16. og 17 öld)

Prestur.

Faðir: Nikulás Jónsson (og er Ásmundur talinn systursonarsonur Stefáns byskups, en hálfbróðurson Marteins byskups). Var prestur að Setbergi 1566–8, en síðan í Miklaholti, og kemur þar síðast við skjöl 1603.

Kona: Sigríður Bjarnadóttir prests í Haffjarðarey, Gíslasonar.

Börn þeirra: Jón, Brynjólfur, Helgi, Ljótunn átti Eyjólf Helgason í Leirárgörðum, Kristín s.k. Björns Þorvarðssonar (Moldar-Brandssonar), Kristín önnur átti Tómas Bjarnason í Borgarholti í Miklaholtshreppi (HÞ.; SGrBB) Ásmundur Pálsson (í apríl 1726–17. jan. 1803).

Prestur.

Foreldrar: Síra Páll Bjarnason á Upsum og kona hans Sigríður Ásmundsdóttir. F. að Upsum.

Eftir lát föður síns (1731) ólst hann upp hjá móður sinni að Karlsá og Höfða á Höfðaströnd.

Tekinn í Hólaskóla 1739, var þar um hríð mjög veikur af blóðspýtingi, stúdent 23. júní 1747, var síðan 1 ár hjá móður sinni, djákn að Þingeyraklaustri 20. nóv. 1748, fekk Upsir 1754, en fór þangað ekki, heldur tók Blöndudalshóla 16. nóv. 1754, en var þann vetur enn djákn og vígðist 4. maí 1755. Fekk Auðkúlu 18. nóv. 1772, fluttist þangað (frá Auðólfsstöðum) vorið 1773 og var þar til dauðadags. (varð bráðkvaddur). Var 21. maí 1785 skipaður af byskupi dómari í máli síra Einars Eiríkssonar í Grímstungum. Fekk sér 1800 aðstoðarprest, síra Jón Jónsson, sem varð eftirmaður hans. Talinn allvel gáfaður, stilltur og gætinn, en þó fjörmaður, nokkuð hagorður, ekki mikill búsýslumaður. Lýsing jarða í Svínadal, sem honum er eignuð, er nú ekki kunn.

Kona (29. apr. 1756): Helga (d. 13. júní 1778, 66 ára) Jónsdóttir lögréttumanns að Öxnakeldu, Ólafssonar, ekkja síra Hannesar Sigurðssonar að Auðkúlu; þau síra Ásmundur bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.