Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ásmundur Jónsson

(22. nóv. 1808–18. mars 1880)

Prestur.

Foreldrar: Jón lektor Jónsson á Bessastöðum og kona hans Karítas Illugadóttir prests í Kirkjubólsþingum, Jónssonar.

F. á Bessastöðum. Lærði undir skóla hjá föður sínum, tekinn í Bessastaðaskóla 1822, stúdent þaðan 1827, með mjög góðum vitnisburði. Fór utan árið eftir.

Skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 22. okt. 1828 með 1. einkunn, lauk öðru lærdómsprófi 1829 með sömu einkunn og embættisprófi í guðfræði 11. júlí 1833 einnig með 1. einkunn, æfði sig síðan við ræðugerð og framburð í „Pastoralseminariet“, en kom út 1834, var í ár hjá foreldrum sínum í Lambhúsum, fekk veiting fyrir Breiðabólstað á Skógarströnd 22. apr. 1835, vígðist 8. júní s. á., en fór aldrei vestur þangað, með því að hann var settur dómkirkjuprestur í Rv. 16. júlí 1835 og hélt því starfi til næsta vors, er hann fluttist að Odda á Rangárvöllum, sem hann fekk að veitingu 29. apr. 1836. Prófastur í Rangárþingi 8. sept. 1841, en fekk dómkirkjuprestsembættið í Rv. 29. apr. 1846 og fluttist þangað sama vor, keypti síðan Landakot og bjó þar, meðan hann var dómkirkjuprestur. Vegna óánægju, er upp kom í söfnuðinum og sprottin var af því, að hann þókti lágróma og fljótmæltur, sókti hann um og fekk aftur veiting fyrir Odda 7. jan. 1854, fluttist þangað þá um vorið, varð af nýju prófastur í Rangárþingi 4. dec. 1855 og hélt hvoru tveggja til dauðadags. Varð r. af dbr. 1. jan. 1856, fekk heiðursmerki dannebrogsmanna 2. ág. 1874).

Þýddi Biblíukjarna eftir Kohlrausch (pr. í Rv. og Kh. 1852–3); nokkurar tækifærisræður eru pr. eftir hann. Í biblíuprentuninni í Rv. 1859 á hann þýðing Jósúabókar. Hann var góðmenni og hæglátur og jafnan talinn í heldri presta röð.

Kona (2. júlí 1836): Guðrún (f. 7. jan. 1818, d. 14. jan. 1860) Þorgrímsdóttir gullsmiðs á Bessastöðum, Tómassonar.

Börn þeirra, er upp komust: Þorgrímur (Johnsen) héraðslæknir á Akureyri, Jón (Johnsen) sýslumaður í SuðurMúlasýslu, Þóra Ágústa átti síra Guðmund Helgason í Reykholti, Markús lyfsali á Seyðisfirði, fórst í snjóflóði þar 1885, ókv. og bl., Þuríður (dó óg. og bl.), Ingibjörg Karítas stundaði kennslu í Rv., óg. og bl. (Bessastsk.; Vitæ ord. 1835; HÞ. Guðfr.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.