Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ásmundur Helgason

(18. ág. 1872 – 23. maí 1948)

. Bóndi, fræðimaður. Foreldrar: Helgi Ásmundsson á Kirkjubóli í Vaðlavík í Suður-Múlasýslu og kona hans, Þuríður (d. 17. febr. 1894, 44 ára) Hjálmarsdóttir á Kirkjubóli í Vaðlavík, Jónssonar. Stofnaði býli 1904 í landi Litlu-Breiðuvíkur í Helgustaðahreppi og nefndi það Bjarg; bjó þar til 1937; fluttist þá til Reykjavíkur og átti þar heima til æviloka. Oddviti hreppsnefndar 1904–30. Gaf sig að fræðastörfum í tómstundum frá unga aldri, en einkum á efri árum. Ritstörf: Þáttur af Brynjólfi Jónssyni skipstjóra á Eskifirði, Rv. 1946; Ævintýri og sögur, Rv. 1947. Kona (12. júní 1904): Sveinbjörg (f. 19. ág. 1885) Stefánsdóttir á Skálateigi í Norðfirði, Oddssonar.

Börn þeirra: Ari (d. 1930), Helga, Halldór (Tíminn 28. maí 1948; kirkjubækur).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.