Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ásmundur Gíslason, Dalaskáld

(8. júlí 1832–22. júní 1889)

Foreldrar: Gísli að Hóli í Norðurárdal, Guðmundsson (hreppstjóra að Háafelli í Hvítársíðu, Hjálmarssonar) og Guðrún yngri Ásmundsdóttir hreppstjóra að Elínarhöfða á Akranesi (Jörgenssonar Klingenbergs). Lærði nokkuð í skrift og reikningi í uppvexti sínum (hjá síra Magnúsi Sigurðssyni á Gilsbakka).

Fluttist vestur í Breiðafjarðardali, stundaði þar barnakennslu og eins í Norðurárdal, en þangað fluttist hann aftur, og vegavinnu á sumrum, bjó þar um hríð í Desey, og þar andaðist hann. Bókhneigður maður og fróður, einkum á ættir og sögu.

Vinsæll, enda skemmtinn í viðræðum. Lítill búhöldur og jafnan fátækur. Orkti talsvert, en flest mun nú glatað. Þó eru prentaðar rímur eftir hann af Ajax frækna, Rv. 1881, og af Goðleifi prúða, Rv. 1913).

Kona: Guðrún Jónsdóttir í Sanddalstungu, Jósepssonar sst., Þorsteinssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Guðmundur að Gufá, Jón í Norðtungu, ókv. og bl., Guðný átti Hjálm Þorsteinsson í Vogatungu (Þorsteinssonar stúdents, Þorbjarnarsonar), Elísabet hefir lengi stundað kennslu í Breiðafjarðardölum, óg. og bl. Öll eru þau systkin talin hagmælt (SD., systursonur Ásmundar).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.