Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ásmundur Gíslason

(21. ág. 1872 – 4. febr. 1947)

. Prestur.

Foreldrar: Gísli (d. 28. janúar 1898, 56 ára) Ásmundsson á Þverá í Dalsmynni og seinni kona hans Þorbjörg (d. 5. febr. 1923, 80 ára) Olgeirsdóttir í Garði í Fnjóskadal, Árnasonar.

Stúdent í Reykjavík 1892 með 1. einkunn (89 st.). Lauk prófi í prestaskóla 14. ág. 1894 með 1. einkunn (49 st.). Heimiliskennari á Blönduósi næsta vetur, Vígður 25. ág. 1895 aðstoðarprestur að Bergsstöðum í Svartárdal; settur sóknarprestur þar 18. nóv. s.á.; veitt embættið 4. maí 1896, frá fardögum s.á. Veittur Háls í Fnjóskadal 7. júlí 1904. Skipaður prófastur í Suður-Þingeyjarprófastsdæmi 30. maí 1913. Hafði nokkrum sinnum á hendi þjónustu nágrannasókna, er prestlaust var þar. Sótti lútherskt kirkjuþing, er háð var í Kaupmannahöfn 26. júní–4. júlí 1929. Sýslunefndarmaður í Suður-Þingeyjarsýslu 1906–09. Fekk lausn frá embætti 30. mars 1936, frá 1. júní s.á., en var settur til að þjóna prestakallinu áfram til 1. sept. s. á, Fluttist þá til Reykjavíkur og dvaldi þar til æviloka.

R. af fálk, 1.dec.1934. Ritstörf: Á ferð, Rv. 1946; hugvekjur og ritgerðir í kirkjulegum tímaritum og víðar. Kona (21. júní 1896): Anna (d. 25. febr. 1936, 64 ára) Pétursdóttir í Vestdal í Seyðisfirði, Sveinssonar. Synir þeirra, er upp komust: Ólafur verkamaður í Rv., Gísli kennari, Einar hæstaréttarlögmaður (BjM. Guðfr.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.