Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ásmundur Benediktsson

(19. dec. 1827–12. jan. 1916)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Benedikt Indriðason á Stóru Völlum í Bárðardal og f. k. hans Guðný Jónsdóttir á Mýri í Bárðardal, Jónssonar. Bjó á Stóru Völlum í Bárðardal (frá 1852), en fluttist 1870 að Haga í Gnúpverjahreppi og bjó þar til 1889, en dvaldist síðan með sonum sínum og dó í Kálfholtshjáleigu, var jarðsettur að Stóra Núpi.

Vel metinn maður og vinsæll, gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, og þókti jafnan mikið að honum kveða. Orðlagður fylgdarmaður í erfiðum ferðum; talinn hafa farið 40 sinnum yfir Sprengisand (þ. e. 20 ferðir fram og aftur).

Kona (1850): Sigurlaug (f. 26. júlí 1830, d. 14. mars 1915) Jónsdóttir á Fornastöðum, Indriðasonar (þau bræðrabörn).

Börn þeirra, sem upp komust: Benedikt (til heimilis í Vesturkoti á Skeiðum), Guðný átti Guðmund Jónsson á Baugsstöðum, Vigfús að Fjalli á Skeiðum, Ásgeir í Kálfholtshjáleigu, Ingibjörg átti Björn Guðmundsson í Vesturkoti á Skeiðum, Ágúst og Halldór fóru til Vesturheims (Óðinn XV; Alm. Ól. Þorg. 1913).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.