Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ásgrímur Þorsteinsson

(– – 16. maí 1285)

Sýslumaður, riddari.

Foreldrar: Þorsteinn Jónsson í Hvammi í Vatnsdal og kona hans Ingunn Ásgrímsdóttir. Kemur mjög við deilur um daga sína. Hefir haldið sýslu um Árnes-, Rangár- og Skaftafellsþing. Árni byskup Þorláksson bannfærði hann í deilum þeirra, en leysti hann í banasótt hans. Bjó framan af nyrðra, síðast á Baugsstöðum, en fluttist loks að Traðarholti (um 1284). Var herraður um 1280).

Kona: Guðný Mánadóttir frá Núpufelli. Synir þeirra: Eyjólfur sýslumaður, Máni. Launsynir Ásgríms (með Geirlaugu Jónsdóttur af Stokkseyri? ): Jón prestur (faðir Ásgríms ábóta?), Þorsteinn prestur (Sturl.; Bps. I; Landn.; Dipl. Isl.; Ísl. Ann.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.