Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ásgrímur Þorsteinsson

(4. okt. 1833–5. dec. 1912)

Bóndi.

Foreldrar: Þorsteinn Ásgrímsson í Svínavallakoti og að Spóná og kona hans Sigríður StyrTX bjarnardóttir hreppstjóra að Hóli í Siglufirði, Þorkelssonar.

Bjó fyrst í Álptagerði (1859–67), var síðan ráðsmaður í Geldingaholti og bjó þar til 1897. Dugnaðarmaður, gleðimaður og söngmaður einn hinn bezti. Gegndi ýmsum vandasömum störfum í byggðarlagi sínu. Var efnamaður og gaf Seyluhreppi 1908 stofn til framfarasjóðs.

Kona (1858): Kristín (f. 1837, d. 7. júní 1866) Gísladóttir í Teigi í Óslandshlíð, Jónssonar. Öll börn þeirra dóu ung (Sunnanfari XIII; Br7.; 0. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.