Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ásgrímur Magnússon

(23. maí 1873–28. júní 1912)

Skólastjóri.

Foreldrar: Magnús Pálsson að Nautabúi og kona hans Kristín Eiríksdóttir, Jónssonar.

Lærði í Flensborgarskóla og útskrifaðist hann þaðan árið 1897 (einkunn 3,65). Var síðan um hríð barnakennari í NorðurÞingeyjarsýslu. Fluttist síðan til Rv. 1903, stofnaði þar barnaskóla, síðar alþýðuskóla eða lýðskóla. Talinn áhugamaður, einkum um bindindismál.

Kona (18. júní 1899): Hólmfríður Þorláksdóttir á Snartarstöðum í Núpasveit, Einarssonar; þau bl. Hún átti síðar Ísleif féhirði Jónsson (Óðinn XII; Br7.; o. fl..

Ásgrímur Pálsson (23. sept. 1766 (1763, Vitæ)–5. maí 1805).

Prestur.

Foreldrar: Páll Jónsson klausturhaldari, síðast að Elliðavatni, og f. k. hans Valgerður Þorgeirsdóttir að Arnardrangi, Oddssonar. F. að Eystra Hrauni í Landbroti.

Lærði undir skóla 3 vetur hjá síra Vigfúsi Jónssyni í Miklaholti og 1 vetur hjá Gísla rektor Thorlacius, gekk síðan í Reykjavíkurskóla eldra 1786, stúdent þaðan 2. júní 1789, talinn í stúdentsvottorðinu hafa góðar gáfur og ágætt minni, en heilsuveill. Var næstu 2 ár hjá foreldrum sínum. Síra Jón Steingrímsson hugði að fá hann sér til aðstoðarprests 1789, en það ónýttist. Vígðist 2. júní 1791 aðstoðarprestur síra Sæmundar Magnússonar Hólms að Helgafelli og bjó í Drápuhlíð 3 ár, en hvarf þá úr aðstoðarprestsstöðunni, með því að þeim síra Sæmundi samdi ekki. Veitt 22. jan. 1795 Kaldaðarnesprestakall og settist að í Kálfhaga, fekk Stóra Dal undir Eyjafjöllum 28. sept. 1797 og fluttist vorið 1798 að lénsjörðinni Miðmörk. Drukknaði í Þverá. Hann var talinn undarlegur nokkuð í skapi, þunglyndur og utan við sig, hneigðist nokkuð til drykkju.

Kona (16. sept. 1791) Ástríður (f, um 1770, d. 3. júlí 1834) Lýðsdóttir sýslumanns Guðmundssonar.

Sonur þeirra: Eyjólfur á Torfastöðum í Grafningi, var veturma 1809–11 í Bessastaðaskóla. Ekkja síra Ásgríms átti síðar síra Halldór Jónsson að Mosfelli í Grímsnesi (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.