Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ásgrímur Illugason

(um 1660– fram á 18. öld)

Djákn.

Foreldrar: Síra Illugi Jónsson í Grímsey og kona hans Elín Árnadóttir lögréttumanns að Ásgeirsá, Daðasonar. Stúdent úr Hólaskóla um 1690. Var djákn að Munkaþverárklaustri, fór síðan utan, nam staðar í Hollandi (í Amsterdam), kvæntist og átti þar niðja, varð vel efnaður (Lbs. 1267, 4to.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.