Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ásgrímur Hallsson

(16. öld)

Prestur. Má vera, að sé sonur síra Halls Ásgrímssonar á Helgastöðum. Talinn hafa fengið Miklabæ í Óslandshlíð 1556.

Kemur við skjöl t.d. 1563 og 1566. Fekk styrk af ölmusupeningum þurfandi presta 1574, 1586, 1591 samkvæmt reikningabók Guðbr. Þorl. í Þjskjs. (Sjá og HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.