Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ásgrímur Einarsson

(um 1684–1770)

Bóndi.

Foreldrar: Einar Sigurðsson að Hraunum í Fljótum og kona hans Þórunn Guðmundsdóttir í Siglunesi, Jónssonar. Var um hríð í Hólaskóla, en óvíst, hvort hann varð stúdent. Bjó fyrst að Hraunum með föður sínum, en fluttist þaðan 1739 að Stóra Holti í Fljótum, síðar að Stóra Grindli.

Talinn höfðingsmaður. Áður en hann kvæntist, átti hann 4 launbörn: Guðrúnu (1713 með Hólmfríði Aradóttur frá Sökku, Jónssonar) sem átti Þorvald Gottskálksson í Miklabæ, Valgerði, sem átti Sigurð Sigurðsson frá Geitaskarði, Einarssonar, Helgu, sem átti Guðmund Gamalíelsson, Grím vefara í Götuhúsum í Rv. (með Rannveigu Árnadóttur, Þorfinnssonar).

Kona 1: Guðrún Jónsdóttir smiðs í Tungu í Stíflu, Jónssonar (ekkja Ara Jónssonar að Mói í Fljótum); hún er í einni ættartölu talin Guðbrandsdóttir í Pálmholti, Helgasonar.

Sonur þeirra: Jón í Holti í Fljótum, merkismaður.

Kona 2: Halla Brynjólfsdóttir. Dóttir þeirra dó ung (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.