Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ásgrímur (Magnús) Sigfússon

(10. ág. 1897 – 15. febr. 1944)

.

Framkvæmdarstjóri. Foreldrar: Sigfús Jónsson í Nýjabæ í Njarðvíkum og kona hans Sigríður Jóhannesdóttir í Arnarnesi í Gullbringusýslu, Filippussonar. Gagnfræðingur í Flensborg 1914: lauk prófi í verzIunarskóla í Rv. 1918. Bókari í Hafnarfirði 1918–23. Stofnaði verzlunarfélagið s/f. „Akurgerði“ í Hafnarfirði; varð framkvæmdastjóri þess og annar aðaleigandi. Átti sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar um skeið.

Kona (10. dec. 1927): Guðrún Ágústa (f. 16. dec. 1903) Þórðardóttir úr Reykjavík, Þórðarsonar. Börn þeirra: Einar Haukur, Vera Magna (Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.