Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ásgeir Torfason

(8. maí 1871–16. sept. 1916)

Efnafræðingur.

Foreldrar: Torfi skólastjóri Bjarnason í Ólafsdal og kona hans Guðlaug Zakaríasdóttir.

Nam fyrst búfræði í Ólafsdal og stundaði búfræðistörf á sumrum. Tekinn í 2. bekk Reykjavíkurskóla 1892, stúdent 1897, með 1. einkunn (94 st.), lauk prófi í fjölvirkjaskólanum í Kh. 1903 (efnafræði höfuðgrein), með 1. einkunn. Stundaði síðan í Danmörku efnarannsóknir nokkura hríð. Stóð fyrir efnarannsóknastofu landsins frá 1906 til æviloka og iðnskólanum í Rv. frá 1911. Ritgerðir eftir hann eru í Búnaðarriti, Eimreið, Ársriti verkfræðinga.

Kona: Anna Ásmundsdóttir cand. phil., Sveinssonar.

Börn þeirra: Torfi hagfræðingur í Rv., Áslaug átti Höskuld Ágústsson rafvirkja í Rv., Ásgeir búfr., skrifstofum. í Rv. (Óðinn XIII; Ársrit verkfrfél. Ísl., 3. árg.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.