Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ásgeir Sigurðsson

(um 1650 – ?.)

Trésmiður.

Foreldrar: Sigurður í Rauðsdal Jónsson (eldra sýslumanns í Haga, Magnússonar prúða) og kona hans Herdís Ásgeirsdóttir lögréttumanns að Ljáskógum, Arnórssonar. Fór til Kh. 1668 og varð þar fullnuma í trésmíðum 1673, ferðaðist síðan víða um og hefir samið stutta ferðasögu (pr. í Blöndu V) Kom til landsins aftur 1677. Bjó síðan að Ósi í Steingrímsfirði og var hreppstjóri, enn á lífi 1712.

Kona: Helga (f. um 1659) Árnadóttir prests í Skarðsþingum, Einarssonar.

Dætur þeirra: Hallbjörg átti Jón í Reykjarfirði Hannesson stúdents, Gunnlaugssonar, Steinunn átti Pál Þórisson frá Neðri Hvestu, Höskuldssonar (Blanda V; Saga Ísl. V.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.