Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ásgeir Pétursson

(30. mars 1875–5. dec. 1942)

. Útgerðarmaður. Foreldrar: Pétur Pétursson á Neðri-Dálksstöðum á Svalbarðsströnd og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir á Neðri-Dálksstöðum, Guðmundssonar. Nam búfræði á Hólum og síðan verzlunarfræði í Kaupmannahöfn (1897–98). Gerðist síðan útgerðarmaður og kaupmaður á Akureyri. Rak síðar fiskútgerð víðar norðanlands og síldarútgerð á Siglufirði og við Eyjafjörð. Hafði um skeið flutningaskip í förum, bæði eigin skip og leiguskip; var atvinnurekstur hans þá einn hinn mesti, er gerðist á Norðurlandi.

Átti um skeið heima í Khöfn, en síðast í Reykjavík. Kona (10. maí 1904): Guðrún María (f., 5. dec. 1880, d. 1941) Halldórsdóttir á Rauðamyýri við Ísafjarðardjúp, Jónssonar. Börn þeirra: Jón útgerðarmaður í Rv., Bryndís átti Sigurð berklayfirlækni Sigurðsson, Gréta átti Per Olof Hansson kaupmann í Gautaborg (Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.