Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ásgeir Jónsson

(um 1657–27. júlí 1707)

Sórenskrifari.

Foreldrar: Jón Jónsson á Hjalla í Ölfusi (áður á Gullberastöðum) og kona hans Guðrún Ásgeirsdóttir á Signýjarstöðum, Björgólfssonar. Stúdent úr Skálholtsskóla 1679, fekk uppreisn fyrir barngetnað 24. apr. 1686 (kennt var honum og barn í Ölfusi eftir það), fór þá utan, skráður í stúdentatölu í háskólanum 19. nóv. 1686. Var 1688–1705 sveinn og skrifari Þormóðar Torfasonar, frænda síns á Stangarlandi. Liggur eftir hann fjöldi handritauppskrifta.

Fornfræðadeildin í Stokkhólmi leitaði 1696 (eftir lát Guðmundar Ólafssonar) til Þormóðar um efnilegan Íslending til handritavinnu, og benti hann þeim á Ásgeir, enda hafði hann stundum áður bent á hann til sýslu- eða klaustursumboðs á Íslandi, en ráðningin strandaði á launakjörunum. Var 10. mars 1705 skipaður sórenskrifari í Heggen og Froland fógetadæmi í Akurshúsamti, en átti þá einungis 2 ár eftir ólifuð.

Kona: Birgitta Brunow (prestsdóttir frá Trogstad), bl.; hún átti síðan 11. sept. 1708 Jakob Laumann djákna (Minerva 1788; Arne Magnussons Brevveksling med Torfæus, Kh. 1916; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.