Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ásgeir Jónsson

(21. ág. 1830–12. okt. 1923)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Síra Jón Ásgeirsson á Álptamýri og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir að Auðkúlu í Arnarfirði, Arasonar.

Bjó lengstum á Álptamýri. Atgervismaður mikill, orðlagður sjómaður og hvalaskutlari.

Skipti hann að mestu hvölum, sem hann náði, með sveitungum sínum, og er talið, að gefið hafi hann þeim þannig um 29 þús. kr. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum.

Kona (23. sept. 1852): Jóhanna (f. 2. júní 1828, d. 30. dec. 1905) Bjarnadóttir á Bakka í Arnarfirði, Ásgeirssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Guðmundur í Steinanesi (síðast í Hf.), Ásgeir í Bíldudal, Mattías að Baulhúsum, Gísli Guðjón hreppstjóri á Álptamýri, Bjarni í Skapadal, Jóna átti Jónas hreppstjóra Ásmundsson í Reykjarfirði (Óðinn XX; o. fl.).

Ásgeir Ólafsson, kneif (9. og 10. öld).

Landnámsmaður að Auðnum undir Eyjafjöllum.

Foreldrar: Ólafur (Óleifur) hvíti Skæringsson (Þórólfssonar) og Þórhildur Þorsteinsdóttir haugabrjóts.

Börn hans: Jörundur, Þorkell (faðir Ögmundar, föður Jóns byskups helga), Helga, ættmóðir Þorláks byskups helga (Landn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.