Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ásgeir Hákonarson

(um 1516–1571)

Prestur.

Launsonur Hákonar Björgólfssonar á Fitjum og Þóru Ásgeirsdóttur, Pálssonar sýslumanns að Skarði, Jónssonar (SD.). Prestur að Lundi um 1541 og var þar til dauðadags. Var gróðamaður mikill, og er mælt, að hann hafi látið eftir sig 13 hundr. hundr. (þótt hann erfði ekkert) og 13 börn, sem hann kom á legg.

Kona 1: Ingibjörg Guðmundsdóttir, Erlendssonar (systir Þórðar lögmanns).

Börn þeirra: Ástríður átti Guðmund Hallsson, Ragnhildur átti Sigurð Jónsson í Einarsnesi.

Kona 2: Guðrún Snorradóttir prests í Miklaholti, Jónssonar.

Börn þeirra: Björgólfur, Snorri, Sigurður, Nikulás, Tyrfingur, Þuríður, Herdís, Ingibjörg átti Jón Gunnlaugsson í Kollabæ, enn á lífi 1643, yfir áttrætt), Þóra. Launsynir síra Ásgeirs eru taldir:: Þórður við Ástríði nokkurri, síra Hákon við Ragnheiði Styrsdóttur (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.