Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ásgeir Guðmundsson

(30. ág. 1899–8. nóv. 1935)

Lögfræðingur.

Foreldrar: Guðmundur Einarsson í Nesi við Seltjörn og kona hans Kristín Ólafsdóttir. Tekinn í menntaskóla Rv. 1913, stúdent 1919 (56 st.).

Lauk lagaprófi í háskóla Ísl. 1924, með 2. eink. betri (106 st.). Stundaði síðan málflutning í Rv.

Kona: Friede Pálsdóttir amtmanns Briems, og áttu þau börn nokkur (Skýrslur; blöð samtímis láti hans).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.