Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ásgeir Guðmundsson

(22. sept. 1849–7. ág. 1914)

Hreppstjóri, dbrm.

Foreldrar: Guðmundur Ásgeirsson á Arngerðareyri og kona hans Dagbjört Sigurðardóttir sýslumanns Guðlaugssonar. Bjó á Arngerðareyri frá 1873 til æviloka. Vel metinn og vinsæll, gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, enda félagslyndur. Búmaður góður og efnaðist vel.

Kona 1: Margrét (d. 1895) Jónsdóttir úr Arnardal, Halldórssonar. Synir þeirra, sem upp komust: Síra Ásgeir í Hvammi í Hvammssveit, Bjarni söðlasm. í Noregi.

Kona 2: Aðalbjörg Jónsdóttir, ekkja Jochums Magnússonar (kaupm. á Ísafirði, Jochumssonar).

Börn þeirra Ásgeirs voru 4, þ. á. m. Margrét kona Björns lögfræðings og aðalendurskoðanda E. Árnasonar (Óðinn XIV; BB. Sýsl.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.