Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ásgeir Finnbogason

(1. nóv. 1814–25. apr. 1881)

Bókbindari, dbrm.

Foreldrar: Finnbogi verzlunarm. Björnsson í Rv. og s.k. hans Arndís Teitsdóttir vefara í Rv., Sveinssonar.

Stundaði bókband og bjó lengi á Lambastöðum, en síðast að Lundum; sjómaður ágætur og lengi formaður, eins eftir að hann kom að Lundum, og búhöldur góður.

Kona 1 (21. febr. 1836): Sigríður (f. 14. júlí 1815, d. 23. nóv. 1866) Þorvaldsdóttir prests og skálds í Holti undir Eyjafjöllum, Böðvarssonar.

Börn þeirra: Síra Þorvaldur á Hjaltabakka, Kristín átti Lárus sýslumann Blöndal að Kornsá, Arndís átti fyrr Þorstein kaupmann Egilson í Hafnarfirði (þau skildu), síðar Böðvar P. Þorláksson sýsluskrifara við Blönduós.

Kona 2: Ragnhildur Ólafsdóttir í Bakkakoti, Sigurðssonar, ekkja Ólafs hreppstjóra Ólafssonar að Lundum.

Börn þeirra: Sigríður átti Jón hreppstjóra Tómasson í Hjarðarholti, Oddný átti Henrik Jónsson vestan hafs, Guðrún átti Finn Jónsson (frá Melum í Hrútafirði) í Wp. (Útfm. Ól. Ól. og Ásg. Finnb., Rv. 1882; BB. Sýsl.; Óðinn XXIX; Niðjatal Þorv. Böðv., Rv. 1913).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.